Á Landmannaafrétti sunnan Tungnaár eru nokkur stöðuvötn og eru 12 þeirra leigð út til stangveiða.
Vötnin eru: Blautaver, Dómadalsvatn, Eskihlíðarvatn, Frostastaðavatn, Herbjarnarfellsvatn, Hnausapollur (Bláhylur), Hrafnabjargavatn, Kílingavötn, Lifrarfjallavatn, Ljótipollur, Löðmundarvatn og Sauðleysuvatn.
Mörg vatnanna eru gígvötn. Ljótipollur og Bláhylur eru yngst. Ljótipollur myndaðist í eldgosi um 1477 eins og mörg af Veiðivötnunum norðan við Tungnaá. Bláhylur er aftur á móti á sömu gossprungu og Vatnaöldurnar, myndaður í stórgosi árið 871.
Flest eru vötnin afrennslislaus. Úr Löðmundarvatni rennur Helliskvísl og Blautaver og Kílingavötn hafa samgang við Tungnaá.
Dómadalsvatn, Herbjarnarfellsvatn, Lifrarfjallavatn og Ljótipollur eru urriðavötn. Urriði og bleikja eru í Blautaveri, Frostastaðavatni og Kílingavötnum en í öðrum vötnum er eingöngu bleikja. Síðustu árin hafa bleikjuvötnin verið grisjuð með þéttriðnum netum svo bleikjan hefur stækkað og fitnað.
Veiðileyfi í vötnin sunnan Tungnaár eru seld hjá veiðiverði í Landmannahelli.
Öll vötnin eru innan Friðlands að Fjallabaki og skildi hafa það í huga við umgengni við þau.
Hér til hliðar eru krækjur á myndir og nánari umfjöllun um helstu veiðivötnin á svæðinu.


Höfundur og umsjónarmaður: Örn Óskarsson / Vefslóð: www.veidivotn.is