| NÁTTÚRA | JARÐFRÆÐI | GRÓÐUR | FISKUR | FUGL | SPENDÝR | KORT OG MYNDIR | VEIÐILEYFI OG GISTING |

FRÉTTIR

Veiðivötn í haustbúningi. Ljósmynd. Örn Óskarsson


Fræðslufundur sunnudaginn 24. mars kl.15:00

Fiskifræðingarnir Magnús Jóhannsson og Benoný Jónsson segja frá fiskirannsóknum í Veiðivötnum og í vötnum Sunnan Tungnaár á Landmannaafrétti.
Fundarstaður er í húsakynnum Stangveiðifélags Ármanna að Dugguvogi 13 í Reykjavík. Fundurinn er öllum opinn.


15. mars 2019

Veiðivötn 2019

Eftirtalin hús fara í almenna sölu mánudaginn 1. apríl kl. 9:00
Aðeins verður tekið við pöntunum í síma 864-9205.

24-26 júní St-salur 2-5 ágúst Land 8-10 ágúst Vindheimar 15-17 ágúst Holt
13-14 júlí Setur 5-7 ágúst Land 8-10 ágúst Hraunkot 15-18 ágúst St-salur
18-19 júlí Dvergasteinn 5-7 ágúst L-herbergi 10-12 ágúst Holt 17-19 ágúst Dvergasteinn
25-27 júlí Dvergasteinn 5-7 ágúst St-salur 11-13 ágúst L-herbergi 17-19 ágúst Hvammur
27-29 júlí St-salur 5-7 ágúst Hvammur 12-14 ágúst Dvergasteinn 18-21 ágúst Land
29-31 júlí St-salur 6-8 ágúst Vindheimar 12-14 ágúst Lindarhvammur 18-21 ágúst L-herbergi
29-30 júlí Bjalli 7-9 ágúst St-salur 13-15 ágúst St-salur 18-21 ágúst Hraunkot
29-31 júlí Arnarsetur 7-9 ágúst Ampi 13-15 ágúst Hraunkot 19-21 ágúst Holt
1-2 ágúst Holt 7-9 ágúst Nýberg 13-15 ágúst L-herbergi 19-21 ágúst Arnarsetur
4-5 ágúst Setur 7-9 ágúst Arnarsetur 14-17 ágúst Lindarhvammur 19-21 ágúst St-salur


 

 

 

 

Sími í Veiðivötnum / Bryndís er 864-9205

Gjaldskrá á veiðileyfum og gistingu (hús, svefnpokapláss í skála, tjaldstæði og húsbílar/tjaldvagnar) í Veiðivötnum fyrir sumarið 2019.

Verð fyrir hverja stöng / dag - 18. júní - 1. júlí.

kr. 11.000-
Verð fyrir hverja stöng / dag - 1. júlí - 22. ágúst.
kr. 9.500-
5-7 manna hús / dag (lítil hús).
kr. 16.000-
8-12 manna hús / dag (stór hús).
kr. 20.000-
Litla herbergi í skálanum kr. 13.500-
Salur í skálanum (15-20 manna) / dag.
kr. 23.500-
Svefnpokapláss á loftinu í skálanum / mann / dag.
kr. 3.500-
Verð fyrir hvert tjald / húsbíl á tjaldstæði / dag. (a)
kr. 4.000-
Verð fyrir hvert tjald / húsbíl á tjaldstæði / dag. (b) - rafmagn
kr. 5.000-
Sturta (fimm mínútur). kr. 400-

Gjaldfrjáls veiði í Frostastaðavatni sumarið 2019

Stjórn Veiðifélags Landmannaafréttar hefur ákveðið að næstkomandi sumar verði gert átak í grisjun á bleikjustofninum í Frostastaðavatni.
Veiðin verður gjaldfrjáls og verður bæði heimilt að veiða á stöng og í net.
Einungis verður farið fram á góða umgengni við vatnið sem og að skrá fjölda fiska, tegundir, þyngd afla, fjölda neta, möskvastærð og hve lengi þau liggja. Skráning er afar mikilvæg og veiðiskýrslum á að skila að lokinni veiðiferð í söfnunarkassa við Frostastaðavatn (vegamót) eða í Landmannahelli. Best er að nota 30 mm möskva á legg eða smærri.
Veiðimenn verða sjálfir að útvega sér veiðarfæri og bát.
Veiðitíminn er frá 18. júní til 15. september.

Veiðimönnum er bent á gistiaðstöðu í Landmannahelli og þar eru líka seld veiðileyfi í önnur vötn sunnan Tungnaár.


Vötn sunnan Tungnaár
Veiðileyfið kostar kr. 3.500- á stöng/dag og veitir aðgang að góðum veiðivötnum eins og Dómadalsvatni og Ljótapolli auk margra annara vatna. Veiðileyfi eru seld í Landmannahelli og í búðinni í Landmannalaugum og óþarfi að panta fyrirfram.
Veiðimenn eru hvattir til að skila útfylltum veiðileyfum að lokinni veiðiferð til veiðivarða í Landmannahelli eða í safnkassa á gatnamótum við Frostastaðavatn/Ljótapoll eða við efri afleggjara inn að Landmannahelli.

Veiðitölur úr vötnum sunnan Tungnaár 2018


18. september 2018

Lokatölur úr Veiðivötnum

Veiðitímanum í Veiðivötnum lauk 16. september en þá var síðasti dagur netaveiðitímans sem hófst 24. ágúst. Alls veiddust 25437 fiskar sem er nokkuð minni veiði en undanfarin tvö ár. Sjá samanburð. Á stöng veiddust 20593 fiskar og 4844 í netin. Mun minna veidist af bleikju sumarið 2018 en árin á undan en urriðaveiðin jókst á milli ára sem einkum stafar af góðri veiði í Litlasjó. Litlisjór gaf mestan afla bæði á stöng og í net, 6668 urriðar komu þar á land, þar af 5631 á stöng. Næst best veiddist í Snjóölduvatni. Þar fengust 5588 fiskar en þar var uppistaðan í veiðinni smábleikja þó svo stærri fiskar væru innanum. Í Snjóölduvatni fengust 5006 á stöng. Stærstu fiskar sumarsins voru 12,0 pd urriðar úr Hraunvötnum og mesta meðalþyngdin var 3,52 pd í Grænavatni.

Veiðitölur úr Veiðivötnum

Myndir af veiði og veiðimönnum sumarið 2018


 

Um aðbúnað í veiðihúsum í Veiðivötnum
Veiðiverðir í Veiðivötnum vilja koma á framfæri eftirfarandi upplýsingum um húsin.
Í öllum húsunum í Veiðivötnum er:
Rafmagn, eldavélarhella, heitt og kalt vatn, rafljós og þilofnar.
Vatnssalerni eru í öllum húsum.

Gott farsímasamband (G3) er á öllu Veiðivatnasvæðinu. Þó er sumsstaðar lítið samband í djúpum gígholum. Farsímasendar eru uppi á Snjóöldufjallgarði og á Vatnsfelli. Sími í Veiðivötnum er: 864-9205.... ELDRI FRÉTTIR
VEIÐI Í VEIÐIVÖTNUM
2017
2016
MYNDIR AF VEIÐI OG VEIÐIMÖNNUM
2018  
2017
 

Höfundur og umsjónarmaður: Örn Óskarsson ornosk@gmail.com/ Vefslóð: www.veidivotn.is