| NÁTTÚRA | JARÐFRÆÐI | GRÓÐUR | FISKUR | FUGL | SPENDÝR | KORT OG MYNDIR | VEIÐILEYFI OG GISTING |

FRÉTTIR
Skálarnir við Tjaldvatn í ágúst 2014. Ljósmynd. Örn Óskarsson

ATH: Ef einhver er með fasta bókun og er ekki búinn að fá póst frá Bryndísi þá vinsamlegast hafðu samband. Hinir sem nú þegar hafa fengið póst frá Bryndísi, hafið líka samband svo hún fái skýra mynd af næsta sumri.

Sími. 864-9205 eða netfang. ampi@simnet.is

8. janúar 2015
Veiðivötn - 2015
Stangveiði í Veiðivötnum sumarið 2015 hefst fimmtudaginn 18. júní kl. 15 og lýkur fimmtudaginn 20. ágúst kl. 15.


Gjaldskrá á veiðileyfum og gistingu (hús, svefnpokapláss í skála, tjaldstæði og húsbílar/tjaldvagnar) í Veiðivötnum fyrir sumarið 2015.

Verð fyrir hverja stöng / dag - 18. júní - 1. júlí.

kr. 10.000-
Verð fyrir hverja stöng / dag - 1. júlí - 20. ágúst.
kr. 9.000-
5-7 manna hús / dag (lítil hús).
kr. 10.500-
8-12 manna hús / dag (stór hús).
kr. 14.000-
Litla herbergi í skálanum kr. 9.000-
Salur í skálanum (15-20 manna) / dag.
kr. 22.000-
Svefnpokapláss á loftinu í skálanum / mann / dag.
kr. 2.000-
Verð fyrir hvert tjald á tjaldstæði / dag.
kr. 2.500-
Verð fyrir gistingu í húsbíl og í tjaldvagni / dag.
kr. 3.500-
Sturta (fimm mínútur).
kr. 400-

Um aðbúnað í veiðihúsum
Veiðiverðir í Veiðivötnum vilja koma á framfæri eftirfarandi upplýsingum um húsin.
Í öllum húsunum í Veiðivötnum er:
Rafmagn, eldavélarhella, heitt og kalt vatn, rafljós og þilofnar.
Vatnssalerni eru í öllum húsum nema í Dvergasteini.

Gott farsímasamband (G3) er á öllu Veiðivatnasvæðinu. Þó er sumsstaðar lítið samband í djúpum gígholum. Farsímasendar eru uppi á Snjóöldufjallgarði og á Vatnsfelli. Sími í Veiðivötnum er: 864-9205


26. september 2014
Veiðivötn - lokatölur

Veiði á þessari vertíð gékk frekar brösulega hjá sumum, aðrir veiddu vel. Margir stórfiskar komu á land úr Grænavatni, Litlasjó og úr Hraunvötnum einkum seinni hluta sumars.
Alls veiddust 22.3537 fiskar á veiðitímanum (18. júní til 14. september) sem er mun meiri afli en á síðasta ári. (sjá samanburð). Á land komu 13503 bleikjur (60%) og 8850 urriðar (40%). Framan af sumri veiddist vel af bleikjunni en bleikjuveiðin datt að mestu niður síðustu vikur stangveiðitímans. Mikil bleikjuveiði var í netin á netaveiðitímanum. Bleikjan var bæði stærri og feitari en undanfarin ár. Óljóst er hvað veldur.
Á stangveiðitímanum komu 16176 fiskar á land í Veiðivötnum, sem er 2660 fiskum meira en á síðasta ári (sjá samanburð). Mest veiddist af bleikju í Langavatni og Nýjavatni en samtals komu 6602 fiskar á land úr þessum tveimur vötnum, mest bleikja. Litlisjór var í þriðja sæti með 3023 urriða. Þessi þrjú vötn skera sig frá öðrum með yfir þrjúþúsund fiska hvert. Rúmlega þúsund fiskar komu á land í Snjóölduvatni, Skyggnisvatni og í Hraunvötnum. Önnur vötn voru með minna en fimmhundruð veidda fiska. Þyngsti fiskur sumarsins var 14,0 pd. urriði úr Grænavatni en sá næstþyngsti var 13,3 pund og kom hann úr Hraunvötnum í september. Mesta meðalþyngdin, 5,98 pd. var í Grænavatni.
Á netatímanum kom 5592 fiskar í netin en 585 fiskar fengust á stöng.

Sjá nánar

MYNDIR AF VEIÐI OG VEIÐIMÖNNUM SUMARIÐ 2014

Ljótipollur, gjöfult og fallegt veiðivatn á Landmannaafrétti. Ljósmynd: Örn Óskarsson

4. október 2014
Lokatölur úr vötnum sunnan Tungnaár
Veiðitímanum í vötnum sunnan Tungnaár lauk 20. september. Eins og undanfarin ár gékk treglega að fá veiðimenn til að skila inn aflatölum. Því verður að setja stórann fyrirvara á upplýsingar um veidda fiska í vötnunum. Ef miðað er við innsendar tölur þá veiddust 1237 fiskar í vötnum sunnan Tungnaár sumarið 2014. Mest veiddist í Frostastaðavatni. Þar komu 619 fiskar á land, mest bleikjur. Ljótipollur gaf 352 urriða og Löðmundarvatn var í þriðja sæti með 100 bleikjur.

Sjá nánar - Veiðitölur 2014
.... ELDRI FRÉTTIR
VEIÐI Í VEIÐIVÖTNUM
MYNDIR AF VEIÐI OG VEIÐIMÖNNUM

Höfundur og umsjónarmaður: Örn Óskarsson / http://www.veidivotn.is/