| NÁTTÚRA | JARÐFRÆÐI | GRÓÐUR | FISKUR | FUGL | SPENDÝR | KORT OG MYNDIR | VEIÐILEYFI OG GISTING |

FRÉTTIR


Veiðivötn 24. júní 2016. Ljósmynd: Örn Óskarsson

24. júlí 2016
Veiðivötn. Aflafréttir frá 1. - 5. veiðivikunni
Í 5. veiðivikunni komu 1967 fiskar á land og er heildarveiðin þar með komin í 13897 fiska. Mest veiddist í Litlasjó, 522 fiskar en í Nýjavatni fengust 333 fiskar í 5. viku. Mesta meðalþyngdin er í Grænavatni, 5,59 pd. Þyngsti fiskur sumarsins er 11,2 pd urriði sem veiddist í Hraunvötnum. Sjá nánar.

Myndir af veiði og veiðimönnum sumarið 2016


21. júlí 2016
Veiðivötn - laust gistipláss
Eftirtalið gistipláss er til útleigu í sumar. ATH. heilli viku gefur verið bætt við stangveiðitímann frá síðasta ári.
Veiðileyfi eru til með gistiplássunum og að auki er eitthvað til af lausum veiðileyfum (án gistingar) í ágúst.

Hægt að panta í síma 864-9205 og senda póst á ampi@simnet.is

  21. - 24. ágúst Ampi 3 nætur.
1. - 2. ágúst Hvammur 1 nótt. 21. - 24. ágúst Setur 3 nætur.
5.-8. ágúst St salur 3 nætur. 21. - 24. ágúst Hvammur 3 nætur.
11.-12. ágúst St-salur 1 nótt. 21. - 24. ágúst L-herbergi 3 nætur .
15. - 17. ágúst St-salur 2 nætur. 21. - 24. ágúst Salur 3 nætur.
20. - 24. ágúst Arnarsetur 4 nætur. 21. - 24. ágúst Vatnaver 3 nætur

Aflatölur úr vötnum sunnan Tungnaár


13. janúar 2016
Veiðivötn - 2016
Stangveiði í Veiðivötnum sumarið 2016 hefst laugardaginn 18. júní kl. 15 og lýkur miðvikudaginn 24. ágúst kl. 15.
Bændadagar byrja 26. ágúst og allt búið 18. september.

ATH. Bryndís sendir fljótlega póst á þá sem hafa endurbókað sig sumarið 2016.
Ef einhver er hættur við veiðileyfi eða gistipláss næsta sumar væri gott að fá fréttir af því sem fyrst,
svo auðveldara verði að skipuleggja sumarið.
Þeir sem eiga endurbókað þurfa að vera búnir að borga fyrir 1 mars.

Bryndís verður við símann ( 864-9205 ) frá kl.10 til 12 alla virka daga einnig má senda póst á ampi@simnet.is

Gjaldskrá á veiðileyfum og gistingu (hús, svefnpokapláss í skála, tjaldstæði og húsbílar/tjaldvagnar) í Veiðivötnum fyrir sumarið 2016.

Verð fyrir hverja stöng / dag - 18. júní - 1. júlí.

kr. 10.000-
Verð fyrir hverja stöng / dag - 1. júlí - 24. ágúst.
kr. 9.000-
5-7 manna hús / dag (lítil hús).
kr. 11.500-
8-12 manna hús / dag (stór hús).
kr. 15.000-
Litla herbergi í skálanum kr. 10.000-
Salur í skálanum (15-20 manna) / dag.
kr. 23.500-
Svefnpokapláss á loftinu í skálanum / mann / dag.
kr. 2.500-
Verð fyrir hvert tjald á tjaldstæði / dag.
kr. 3.000-
Verð fyrir hvert tjald á tjaldstæði / dag, m/rafmagni
kr. 4.000-
Verð fyrir gistingu í húsbíl og í tjaldvagni / dag.
kr. 4.000-
Sturta (fimm mínútur). kr. 400-

Um aðbúnað í veiðihúsum
Veiðiverðir í Veiðivötnum vilja koma á framfæri eftirfarandi upplýsingum um húsin.
Í öllum húsunum í Veiðivötnum er:
Rafmagn, eldavélarhella, heitt og kalt vatn, rafljós og þilofnar.
Vatnssalerni eru í öllum húsum nema í Dvergasteini.

Gott farsímasamband (G3) er á öllu Veiðivatnasvæðinu. Þó er sumsstaðar lítið samband í djúpum gígholum. Farsímasendar eru uppi á Snjóöldufjallgarði og á Vatnsfelli. Sími í Veiðivötnum er: 864-9205


4. október 2015
Veiðivötn - lokatölur
Veiðitímanum í Veiðivötnum lauk sunnudaginn 13. september. Landeigendur í Holta- og Landsveit veiddu í net eða á stöng síðustu vikurnar en stangveiðitímanum lauk 19. ágúst. Alls veiddist 24361 fiskur í Veiðivötnum. Þar af fengust 5820 fiskar í net og 18541 fiskur á stöng. Á stangveiðitímanum veiddust 17970 fiskar, 7671 urriði og 10299 bleikjur og 571 fiskur veiddist á stöng á netaveiðitímanum.
Sumarið 2015 var að nokkru frábrugðið undanförnum árum. Það voraði seint og vötnin voru köld og sum ísilögð í byrjun veiðitímans. Venjulega hefur mesta veiðin verið í fyrstu tveimur veiðivikunum en nú var fjórða vikan best. Síðari hluti veiðitímans var aftur á móti nokkuð eðlilegur samanborið við síðustu ár. Það er heldur betri veiði sumariðen undanfarin tvö ár.(sjá samanburð). Eins og oft áður veiddust flestir fiskar í Litlasjó, 5786, þar af 907 í net. Þar veiddist óvenju mikið af smáfiski en þeir stóru voru færri en oft áður. Nýjavatn, Langavatn og Snjóölduvatn gáfu einnig fína veiði og voru skammt á eftir Litlasjó í fjölda veiddra fiska. Bleikja var uppistaðan í veiðinni í Nýjavatni, Langavatni og Snjóölduvatni.
Á stöng veiddist stærsti fiskurinn, 12.0 pd í Ónefndavatni í síðustu veiðivikunni og mesta meðalþyngdin var 5.05 pd , einnig í Ónefndavatni. Sjá nánar...

MYNDIR AF VEIÐI OG VEIÐIMÖNNUM SUMARIÐ 2015
.... ELDRI FRÉTTIR
VEIÐI Í VEIÐIVÖTNUM
2015
MYNDIR AF VEIÐI OG VEIÐIMÖNNUM

Höfundur og umsjónarmaður: Örn Óskarsson / http://www.veidivotn.is/