| NÁTTÚRA | JARÐFRÆÐI | GRÓÐUR | FISKUR | FUGL | SPENDÝR | KORT OG MYNDIR | VEIÐILEYFI OG GISTING |

FRÉTTIR


Skálarnir við Tjaldvatn í ágúst 2014. Ljósmynd. Örn Óskarsson

26. september 2014
Veiðivötn - lokatölur

Veiði á þessari vertíð gékk frekar brösulega hjá sumum, aðrir veiddu vel. Margir stórfiskar komu á land úr Grænavatni, Litlasjó og úr Hraunvötnum einkum seinni hluta sumars.
Alls veiddust 22.3537 fiskar á veiðitímanum (18. júní til 14. september) sem er mun meiri afli en á síðasta ári. (sjá samanburð). Á land komu 13503 bleikjur (60%) og 8850 urriðar (40%). Framan af sumri veiddist vel af bleikjunni en bleikjuveiðin datt að mestu niður síðustu vikur stangveiðitímans. Mikil bleikjuveiði var í netin á netaveiðitímanum. Bleikjan var bæði stærri og feitari en undanfarin ár. Óljóst er hvað veldur.
Á stangveiðitímanum komu 16176 fiskar á land í Veiðivötnum, sem er 2660 fiskum meira en á síðasta ári (sjá samanburð). Mest veiddist af bleikju í Langavatni og Nýjavatni en samtals komu 6602 fiskar á land úr þessum tveimur vötnum, mest bleikja. Litlisjór var í þriðja sæti með 3023 urriða. Þessi þrjú vötn skera sig frá öðrum með yfir þrjúþúsund fiska hvert. Rúmlega þúsund fiskar komu á land í Snjóölduvatni, Skyggnisvatni og í Hraunvötnum. Önnur vötn voru með minna en fimmhundruð veidda fiska. Þyngsti fiskur sumarsins var 14,0 pd. urriði úr Grænavatni en sá næstþyngsti var 13,3 pund og kom hann úr Hraunvötnum í september. Mesta meðalþyngdin, 5,98 pd. var í Grænavatni.
Á netatímanum kom 5592 fiskar í netin en 585 fiskar fengust á stöng.

Sjá nánar

MYNDIR AF VEIÐI OG VEIÐIMÖNNUM SUMARIÐ 2014

20. júní 2014
Vötn sunnan Tungnaár

Veiði í vötnum sunnan Tungnaár hófst 18. júní. Veiðileyfi eru seld í Landmannahelli og í Landmannalaugum. Dagurinn (kl. 7:00 - 23:00) kostar kr. 3000 á stöng. Ekki eru seldir hálfir dagar. Ekki þarf að panta veiðileyfi fyrirfram. Á svæðinu eru mörg góð veiðivötn svo sem Löðmundarvatn, Dómadalsvatn, Frostastaðavatn og Ljótipollur, en alls er veitt í 12 vötnum á svæðinu. Veiðileyfið gildir í þau öll. Hægt er að panta gistinu í Landmannahelli. Þar eru líka ágæt tjaldstæði.
Síminn í Landmannahelli er 893 8407.

Veiðitölur 2014
.... ELDRI FRÉTTIR

 

VEIÐI Í VEIÐIVÖTNUM


MYNDIR AF VEIÐI OG VEIÐIMÖNNUM

 


Höfundur og umsjónarmaður: Örn Óskarsson / http://www.veidivotn.is/