| NÁTTÚRA | JARÐFRÆÐI | GRÓÐUR | FISKUR | FUGL | SPENDÝR | KORT OG MYNDIR | VEIÐILEYFI OG GISTING |

FRÉTTIR


Stærsti fiskur sumarsins í Veiðivötnum, 12 pd. urriði úr Ónefndavatni. Veiðimaður Kristinn. Ljósmynd: Bryndís Magnúsdóttir

21. ágúst 2015
Veiðivötn - lokatölur frá stangveiðitímanum
Sangveiðitímanum í Veiðivötnum lauk miðvikudaginn 19. ágúst. Sumarið 2015 var að nokkru frábrugðið undanförnum árum. Það voraði seint og vötnin voru köld og sum ísilögð í byrjun veiðitímans. Venjulega hefur mesta veiðin verið í fyrstu tveimur veiðivikunum en nú var fjórða vikan best. Síðari hluti veiðitímans var aftur á móti nokkuð eðlilegur samanborið við síðustu ár. Á stangveiðitímanum veiddust 17970 fiskar, 7671 urriði og 10299 bleikjur. Það er heldur betri veiði en undanfarin tvö ár.(sjá samanburð). Eins og oft áður veiddust flestir fiskar í Litlasjó, 4638. Þar veiddist óvenju mikið af smáfiski en þeir stóru voru færri en oft áður. Nýjavatn og Snjóölduvatn gáfu einnig fína veiði og voru skammt á eftir Litlasjó í fjölda veiddra fiska. Bleikja var uppistaðan í veiðinni í þessum vötnum.
Stærsti fiskurinn, 12.0 pd kom úr Ónefndavatni í síðustu veiðivikunni og mesta meðalþyngdin var 5.05 pd , einnig í Ónefndavatni. Sjá nánar...

MYNDIR AF VEIÐI OG VEIÐIMÖNNUM SUMARIÐ 2015


8. janúar 2015
Veiðivötn - 2015
Stangveiði í Veiðivötnum sumarið 2015 hefst fimmtudaginn 18. júní kl. 15 og lýkur fimmtudaginn 20. ágúst kl. 15.


Gjaldskrá á veiðileyfum og gistingu (hús, svefnpokapláss í skála, tjaldstæði og húsbílar/tjaldvagnar) í Veiðivötnum fyrir sumarið 2015.

Verð fyrir hverja stöng / dag - 18. júní - 1. júlí.

kr. 10.000-
Verð fyrir hverja stöng / dag - 1. júlí - 20. ágúst.
kr. 9.000-
5-7 manna hús / dag (lítil hús).
kr. 10.500-
8-12 manna hús / dag (stór hús).
kr. 14.000-
Litla herbergi í skálanum kr. 9.000-
Salur í skálanum (15-20 manna) / dag.
kr. 22.000-
Svefnpokapláss á loftinu í skálanum / mann / dag.
kr. 2.000-
Verð fyrir hvert tjald á tjaldstæði / dag.
kr. 2.500-
Verð fyrir gistingu í húsbíl og í tjaldvagni / dag.
kr. 3.500-
Sturta (fimm mínútur).
kr. 400-

Um aðbúnað í veiðihúsum
Veiðiverðir í Veiðivötnum vilja koma á framfæri eftirfarandi upplýsingum um húsin.
Í öllum húsunum í Veiðivötnum er:
Rafmagn, eldavélarhella, heitt og kalt vatn, rafljós og þilofnar.
Vatnssalerni eru í öllum húsum nema í Dvergasteini.

Gott farsímasamband (G3) er á öllu Veiðivatnasvæðinu. Þó er sumsstaðar lítið samband í djúpum gígholum. Farsímasendar eru uppi á Snjóöldufjallgarði og á Vatnsfelli. Sími í Veiðivötnum er: 864-9205
.... ELDRI FRÉTTIR
VEIÐI Í VEIÐIVÖTNUM
 
 
MYNDIR AF VEIÐI OG VEIÐIMÖNNUM

Höfundur og umsjónarmaður: Örn Óskarsson / http://www.veidivotn.is/