| NÁTTÚRA | JARÐFRÆÐI | GRÓÐUR | FISKUR | FUGL | SPENDÝR | KORT OG MYNDIR | VEIÐILEYFI OG GISTING |

FRÉTTIR
Skálarnir við Tjaldvatn í ágúst 2014. Ljósmynd. Örn Óskarsson

27. maí 2015
Laust gistipláss og veiðileyfi í Veiðivötnum.

Salur 5.-7. ágúst.

Talsvert er einnig eftir af stangveiðileyfum eftir 20. júlí (án gistingar í húsi).

ATH. Ekki verður hægt að ná í Bryndísi í síma á tímabilinu 2. maí til 12. júní en hún mun líta á tölvupóstinn sinn ampi@simnet.is á hverjum degi.

8. janúar 2015
Veiðivötn - 2015
Stangveiði í Veiðivötnum sumarið 2015 hefst fimmtudaginn 18. júní kl. 15 og lýkur fimmtudaginn 20. ágúst kl. 15.


Gjaldskrá á veiðileyfum og gistingu (hús, svefnpokapláss í skála, tjaldstæði og húsbílar/tjaldvagnar) í Veiðivötnum fyrir sumarið 2015.

Verð fyrir hverja stöng / dag - 18. júní - 1. júlí.

kr. 10.000-
Verð fyrir hverja stöng / dag - 1. júlí - 20. ágúst.
kr. 9.000-
5-7 manna hús / dag (lítil hús).
kr. 10.500-
8-12 manna hús / dag (stór hús).
kr. 14.000-
Litla herbergi í skálanum kr. 9.000-
Salur í skálanum (15-20 manna) / dag.
kr. 22.000-
Svefnpokapláss á loftinu í skálanum / mann / dag.
kr. 2.000-
Verð fyrir hvert tjald á tjaldstæði / dag.
kr. 2.500-
Verð fyrir gistingu í húsbíl og í tjaldvagni / dag.
kr. 3.500-
Sturta (fimm mínútur).
kr. 400-

Um aðbúnað í veiðihúsum
Veiðiverðir í Veiðivötnum vilja koma á framfæri eftirfarandi upplýsingum um húsin.
Í öllum húsunum í Veiðivötnum er:
Rafmagn, eldavélarhella, heitt og kalt vatn, rafljós og þilofnar.
Vatnssalerni eru í öllum húsum nema í Dvergasteini.

Gott farsímasamband (G3) er á öllu Veiðivatnasvæðinu. Þó er sumsstaðar lítið samband í djúpum gígholum. Farsímasendar eru uppi á Snjóöldufjallgarði og á Vatnsfelli. Sími í Veiðivötnum er: 864-9205


26. september 2014
Veiðivötn - lokatölur

Veiði á þessari vertíð gékk frekar brösulega hjá sumum, aðrir veiddu vel. Margir stórfiskar komu á land úr Grænavatni, Litlasjó og úr Hraunvötnum einkum seinni hluta sumars.
Alls veiddust 22.3537 fiskar á veiðitímanum (18. júní til 14. september) sem er mun meiri afli en á síðasta ári. (sjá samanburð). Á land komu 13503 bleikjur (60%) og 8850 urriðar (40%). Framan af sumri veiddist vel af bleikjunni en bleikjuveiðin datt að mestu niður síðustu vikur stangveiðitímans. Mikil bleikjuveiði var í netin á netaveiðitímanum. Bleikjan var bæði stærri og feitari en undanfarin ár. Óljóst er hvað veldur.
Á stangveiðitímanum komu 16176 fiskar á land í Veiðivötnum, sem er 2660 fiskum meira en á síðasta ári (sjá samanburð). Mest veiddist af bleikju í Langavatni og Nýjavatni en samtals komu 6602 fiskar á land úr þessum tveimur vötnum, mest bleikja. Litlisjór var í þriðja sæti með 3023 urriða. Þessi þrjú vötn skera sig frá öðrum með yfir þrjúþúsund fiska hvert. Rúmlega þúsund fiskar komu á land í Snjóölduvatni, Skyggnisvatni og í Hraunvötnum. Önnur vötn voru með minna en fimmhundruð veidda fiska. Þyngsti fiskur sumarsins var 14,0 pd. urriði úr Grænavatni en sá næstþyngsti var 13,3 pund og kom hann úr Hraunvötnum í september. Mesta meðalþyngdin, 5,98 pd. var í Grænavatni.
Á netatímanum kom 5592 fiskar í netin en 585 fiskar fengust á stöng.

Sjá nánar

MYNDIR AF VEIÐI OG VEIÐIMÖNNUM SUMARIÐ 2014

Ljótipollur, gjöfult og fallegt veiðivatn á Landmannaafrétti. Ljósmynd: Örn Óskarsson

4. október 2014
Lokatölur úr vötnum sunnan Tungnaár
Veiðitímanum í vötnum sunnan Tungnaár lauk 20. september. Eins og undanfarin ár gékk treglega að fá veiðimenn til að skila inn aflatölum. Því verður að setja stórann fyrirvara á upplýsingar um veidda fiska í vötnunum. Ef miðað er við innsendar tölur þá veiddust 1237 fiskar í vötnum sunnan Tungnaár sumarið 2014. Mest veiddist í Frostastaðavatni. Þar komu 619 fiskar á land, mest bleikjur. Ljótipollur gaf 352 urriða og Löðmundarvatn var í þriðja sæti með 100 bleikjur.

Sjá nánar - Veiðitölur 2014
.... ELDRI FRÉTTIR
VEIÐI Í VEIÐIVÖTNUM
MYNDIR AF VEIÐI OG VEIÐIMÖNNUM

Höfundur og umsjónarmaður: Örn Óskarsson / http://www.veidivotn.is/